Ótrúleg lífsbjörg forsetaframbjóðanda: „Maður verður að vera bjartsýnn“

„Ég heiti Eiríkur Ingi Jóhannsson. Ég er fjögra barna einhleypur faðir. Ég er fjöl iðn- og tæknimenntaður. Það er stutta útgáfan af því. Ég hef mikinn áhuga á að grúska og finna út úr hlutum. Kafa í heimsmálefnin sérstaklega. Ég er kominn hingað til auka lýðræði.“

Svo svaraði Eiríkur Ingi forsetaframbjóðandi þegar hann var beðinn um að segja fólki hver hann væri í forsetakappræðum á RÚV í gær. Þó hann hafi ekki nefnt það í þessari stuttu kynningu þá er hann líklega þekktastur fyrir að hafa verið sá eini sem komst lífs af þegar togarinn Hallgrímur fórst undan Noregsströndum.

Eiríkur Ingi fór yfir þá ótrúlegu lífbjörg í viðtali sem vakti mikla athygli árið 2012. Einugis viku eftir þetta hræðilega slys var Eiríkur Ingi mættur í Kastljós til að segja þjóðinni söguna alla. Þrír félagar hans fórust þegar Hallgrímur fórst: Gísli Garðarsson, Einar G. Gunnarsson og Magnús Þórarinn Daníelsson. Það sem bjargaði Eiríki Inga var flotgalli sem varð þess valdandi að hann rak á stórsjó klukkutímum saman. Í viðtalinu sagði Eiríkur Ingi meðal annars:

„Maður bara vonar, maður verður að vera bjartsýnn og þetta snýst allt um það að ég verð að halda mér kátum. Og alltaf þegar ég fer að hugsa út í slysið þarna á meðan þetta er að gerast, ég fer alltaf að hugsa um slysið og hugsa út í strákana, þá fer maður að vera þungur.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí