Mannskaði á þriggja daga fresti í umferðinni

Fimm létust í banaslysum í umferðinni fyrstu sextán daga ársins. Liggur nærri að mannslíf tapist á þriggja daga fresti og virðist hálka aðalorsakavaldur. Flest slysin eiga sér stað úti á þjóðvegunum.

Hjá Samgöngustofu fást þær upplýsingar starfsmenn muni vart annað eins manntjón í umferðinni í upphafi nýs árs.

Síðast í gær fór flutningabíll út af veginum á Holtuvörðuheiði í hálku. Umferð lamaðaist um skeið en ekki urðu slys á fólki.

Blaðamaður Samstöðvarinnar var á ferðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur um síðustu helgi. Margir bílar lentu þá í vandræðum í erfiðu skyggni og á flughálum vegum vegna frostþoku. Myndin sem fylgir fréttinni var tekin í Húnavatnssýslu og sýnir stórt ökutæki á hliðinni á veginum.

Erlendir ferðamenn eru nokkuð stór hópur þeirra sem hafa misst lífið í banaslysum að vetrarlagi eftir að vinsældir Íslands sem heilsársáfangastaðar sprungu út. Fjöldi fólks virðist ekki búa yfir kunnáttu til að aka í flughálku. Sumir vegfarendur tala um rússneska rúllettu og mikilvægi þess að minnka umferð flutningabíla með skipaflutningum. Hefur verið nefnt að blása þurfi til sérstaks öryggisátaks.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí