Rosalega ómerkilegt hjá Áslaugu ráðherra

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, fyrrum kennari við HA, kallar það „rosalega ómerkilegt hjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra að segja að samstarfsfólk Háskólans á Akureyri hafi verið hrætt við breytingar.

Ingólfur segir þetta á facebook vegna fréttar um sameiningu Bifrastar og Háskólans á Akureyri.

Í frétt Rúv kemur fram að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra telur enga ástæðu til að endurskoða sameiningu skólanna tveggja þrátt fyrir athugasemdir. Forsvarsmenn deilda HA kalla eftir frekari rökstuðningi. Skýrsla um fýsileika sameiningar hefur í ályktun verið sögð slagorða- og áróðurskennd og er spurt um hlutverk landsbyggðarinnar.

„Ég skil auðvitað þegar fólk er hrætt við breytingar og hefur fyrirvara á þeim, það er nú eðli hvers kyns breytinga, eðlilega,“ er meðal þess sem Áslaug sagði í viðtali við Rúv.

„Það er eiginlega bara frekar fátt sem bendir sérstaklega til þess að Háskólinn á Akureyri muni styrkjast við að taka yfir starfsemi Háskólans á Bifröst eða að settar verði upp formlegar starfsstöðvar í Reykjavík og í Borgarnesi,“ segir Ingólfur Ásgeir.

Hann viðurkennir að afstaða hans sé ekki óhlutdræg vegna fyrri starfa við HA en hikar ekki við að nota stór orð um framgöngu ráðherrans.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí