Minnkandi fylgi Sjálftæðisflokksins er upptaktur að því að flokkurinn þurrkist út að óbreyttu.
Þetta segir Róbert Marshall blaðamaður og fyrrum þingmaður. Hann var gestur í þjóðmálaþættinum Synir Egils á Samstöðinni í dag.
Vondar pólitískar hugmyndir Bjarna Benediktssonar ráða mestu um fylgishrun flokksins að mati Róberts. Stórir pólitískir afleikir trekk í trekk, tali sínu máli.

Róbert rökstuddi mál sitt með annars með vísan í facebook-færslu Páls Magnússonar, fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Páll skrifaði í gær að Sjálfstæðisflokkurinn hefði aldrei mælst með minna fylgi en nú í Þjóðarpúlsi Gallup – síðan þær mælingar hófust fyrir meira en 30 árum.
„Á sama tíma er formaður flokksins að nálgast einhverskonar Íslandsmet í vantrausti og óvinsældum í mælingum Maskínu. Formaðurinn er þó sallarólegur með þetta og segir lítið að marka þessar kannanir,“ skrifar Páll.
Páll bendir einnig á að Bjarni segi að andstæðingar hans voni að hann hætti.
„Þetta er líklega rangt mat,“ skrifar Páll. „Miðað við hve fylgið sópast nú hratt af flokknum er þvert á móti sennilegt að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins voni að formaðurinn hætti alls ekki – heldur sitji sem lengst. Gamla kennisetningin er að ef andstæðingurinn er kála sér sjálfur skaltu láta hann í friði.“
„Hann gerir ekkert rétt,“ sagði Róbert um Bjarna í þættinum.
Hér má horfa á Syni Egils: