Spyr hvort annarlegar hvatir spili inn átök blaðamanna

Mikla skautun hefur mátt greina milli blaðamanna og fjölmiðla síðustu daga vegna deilu framkvæmdastjóra og formanns Blaðamannafélags Íslands.

Deilan leiddi til þess að framkvæmdastjóranum, Hjálmari Jónssyni, var sagt upp störfum eftir áratuga vinnu hjá félaginu.

Fram hefur komið að Hjálmar taldi formanninum, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, ekki sætt eftir að hún fékk endurálagningu vegna skattamála þar sem leigutekjur vonu vantaldar ár eftir ár að sögn Hjálmars.

Kornið sem fyllti mælinn var þegar Hjálmar neitaði formanni um aðgang að rafrænum skilríkjum í síðustu viku. Sauð upp úr milli þeirra tveggja og herma heimildir Samstöðvarinnar að hvorugt hafi vaxið af þeirri rimmu.

Mikið hefur verið skrifað og skrafað um trúverðugleika og hvort skattamál formannsins hafi haft áhrif á hæfi formannsins til að gegna áfram trúnaðarstörfum fyrir blaðamenn. Blaðamenn Moggans eru margir með Hjálmari í liði. Nokkrir blaðamenn með langan feril að baki hafa einnig stigið fram á síðustu dögum Sigríði Dögg til varnar.

Kristinn Hrafnsson telur að vinnustaður Sigríðar Daggar, Ríkisútvarpið, sé sá aðili sem helst hefði átt að gera athugasemdir við hæfi Sigríðar Daggar til að gegna blaðamennsku ef þörf hefði verið á því. Framkvæmdastjóri Blaðamannafélagsins gæti vart litið svo á sem hann væri að vernda hagsmuni félagsmanna með ítrekuðum afskiptum af málinu, enda væri slíkt í höndum félagsmanna á aðalfundi.

Kristinn segir einkennilegt að Hjálmar telji að málið dragi svo úr hæfi Sigríðar Daggar að henni sé ekki sætt í formennsku í fag- og stéttarfélagi blaðamanna.

„Þar sem stór orð hafa fallið þar sem sumum virðist mikið í mun að vernda orðspor blaðamannastéttarinnar er rétt að huga að því að núverandi stormur er ekki til þess fallinn að auka þann orðstír,“ skrifar Kristinn í færslu á facebook.

„Ég legg því til að velunnarar stéttarinnar spari gífuryrðin og fylgi leikreglum félagsins. Ef menn sættast ekki á það eykur það grunsemdir um að annarlegri hvatir en umhyggja fyrir faginu og félaginu ráði för,“ bætir Kristinn við.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí