Svartasta sviðsmyndin að raungerast fyrir augunum á okkur

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir lang líklegast að gosið sem hófst í morgun muni standa lengur en gosið sem kom upp 18. desember sl. Þetta sé versta sviðsmynd sem hægt hafi verið að hugsa sér.   Þorvaldur var gestur í zoom viðtali í þættinum Synir Egils í dag.

Þarna er 150-200 metra löng gossprunga 50 metrum norðan við bæinn.  Sprungan sé tiltölulega afllítið gos sem stendur en sé farin að mynda hrauná sem fari að beina flæðinu hraðar í átt að bænum.  Sprungan stendur lægra í landinu sem táknar að það muni taka lengri tíma fyrir kvikuhólfið að tæma sig.  
Því miður sé það þannig að þar sem sprungur séu grynnri sé það vísbending um að meira magn af kviku renni úr þeim og að gosið verði virkara í lengri tíma.  

Þorvaldur  telur að sprungan verði eitthvað  lengri en orðið er en vonar að hrauntungan renni ekki mikið inn í bæinn.  Nú þegar er hraunið komið upp að ystu húsunum.  

Önnur gossprunga liggur í gegnum Grindavíkurvegin, rífur varnargarðinn og hefur þegar náð að hitaveitulögnunum sem tengjast inn í bæinn

Nauðsynlegt að kortleggja sprungurnar
„Gamalt brotabelti liggur í gegnum Grindavík en jafnframt hafa myndast margar nýjar sprungur.  Ef það á að hald áfram að halda byggð á svæðinu verður að krotleggja bæinn mjög nákvæmlega svo íbúðasvæði séu ekki á hættusvæðum..  Við þurfum að huga að þessu á öllu Reykjanesinu.  Það er kominn tíma á að við förum að undirbúa okkur meira og vera viðbúin því að svona geti gerst”    

„Þetta heldur áfram að hreyfast”, segir Þorvaldur.  „Við vitum í raun ekki hversu lengi þetta mun halda áfram en við vitum að við erum ekki komin að lokum á atburðum sem hófust fyrir fjórum eða fimm árum.  Við þurfum að taka á þessu með skynsemi og við megum ekki missa fleira fólk ofan í sprungur.  Við þurfum að vita hversu djúpar sprungurnar eru og hvar þær liggja.”. 

Þorvaldur fer yfir Reykjaneselda hina nýju við Rauða borðið annað kvöld 15. janúar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí