Sérsveitin lagt undir sig grunnskóla?

Magnús Gunnarsson, trillukarl í Grindavík, heldur fram á facebook-síðu sinni að sérsveitin hafi fengið leyfi til æfinga í Grunnskóla Grindavíkur. Hann segir slíkt fyrir neðan allar hellur.

Til að kóróna niðurlæginguna segist Magnús svo einnig búa yfir upplýsingum um að fíkniefnadeild lögreglu hafi fengið leyfi til að halda æfingar í Grindavík.

Magnús hefur nokkrum sinnum komið í viðtal á Samstöðinni síðan jarðhræringar umbyltu lífi íbúa. Langflestir Grindvíkingar eru brottfluttir og mestallt húsnæði er ekki í notkun. Magnús hefur aldrei flutt frá Grindavík nema þegar honum hefur verið skipað að yfirgefa bæinn. Telur hann ekkert að óttast og vill að bærinn verði byggður sem hraðast upp. Hann hefur verið mjög gagnrýninn á margskonar viðbrögð yfirvalda eftir að tilvistargrunni íbúa var umbylt.

Samstöðin hefur sent lögreglu erindi til að leita staðfestingar á færslu Magnúsar.

Sjá viðtal hér: https://youtu.be/5Uov3ghcoKQ?si=fBd_V2MI1u2MUcsU

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí