Vesti bjargaði þegar hjólamaður þeyttist 150 metra

Guðmundur Guðmundsson var að koma úr skógræktarferð í hópi bifhjólavina þegar sá sem ók fyrir framan stöðvaði hjólið vegna bilunar. Guðmundur hægði á sér og var nánast stopp þegar næsti maður fyrir aftan skall á honum á 80-90 kílómetra hraða.

„Þetta er gríðarlegt högg, ég hendist með hjólinu, að mér er sagt um 150 metra,“ segir Guðmundur.

Honum kom á óvart að hann gæti sjálfur staðið á fætur upp úr mölinni, enda öll föt og hjólið sjálft í tætlum.  Guðmundur þakkar það hlífðarbúnaði, góðum galla en einkum vesti sem virkar eins og líknarbelgur þegar það blæs upp við högg og ver bak og háls.

Vitni að slysinu trúðu ekki eigin augum þegar Guðmundur stóð á fætur upp úr rústunum. Lögreglumaður sem kom að slysinu segir með ólíkindum að svo vel hafi farið.

Guðmundur brýnir hjólafólk að búa sig sem best og fara varlega en nánar er fjallað um málið hjá Akstursvernd á facebook.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí