Bíða skýrsluloka um flugvöll sem enginn grundvöllur virðist lengur fyrir

Óráðlegt er að gera flugvöll í Hvassahrauni vegna jarðelda og hræringa sem útlit er fyrir að hafi mikil áhrif á tilveru landsmanna næstu árin. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.

Hraunrennsli ógnar Hvassahraunsflugvelli eins og Keflavíkurflugvelli sem seint yrði samþykktur sem flugvallarstæði í dag, enda á hættusvæði.

Á sama tíma og Þorvaldur lýsir þessari skoðun er beðið skýrslu nefndar um innanlandsflugvöll í Hvassahrauni, sem átti að vera tilbúin fyrir meira en einu ári. Það kom fram hjá innviðaráðherra, Sigurði Inga í vikunni.

Óráðlegt er einnig að mati Þorvaldar líkt og fram hefur komið í Morgunblaðinu að reisa byggð aust­an Elliðaár­vatns.

Líkur eru á að eld­fjalla­kerfi í Bláfjöll­um, Krísu­vík eða Heiðmörk séu að vakni eft­ir lang­an dvala samkvæmt mælingum jarðvísindamanna. Rennsli frá fyrri tíð sýnir að hraun get­ur náð að byggð í Reykja­vík, Kópa­vogi, Hafnar­f­irði og Garðabæ.

Þorvaldur vill að gert verði ítarlegt hættumat.  Vegna jarðhræringanna þurfi að horfa til nýrrar framtíðar varðandi skipu­lag byggðar og þar á meðal flugvalla.

Rögnu­nefnd­in svo­kallaða, sem nefnd er eft­ir Rögnu Árna­dótt­ur for­manni nefnd­ar­inn­ar, hef­ur nú skilað skýrslu sinni og niður­stöðum, en um er að ræða stýri­hóp um sam­eig­in­lega at­hug­un rík­is, Reykja­vík­ur­borg­ar og Icelanda­ir Group á flug­vall­ar­kost­um á höfuðborg­ar­svæðinu.

Rögnunefndin svokallaða komst árið 2015 að því að Hvassa­hraun væri sá flug­vall­ar­kost­ur sem hef­ði mesta þró­un­ar­mögu­leika til framtíðar. Síðan hefur mikið hraun runnið – þó ekki til sjávar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí