Stjórnvöld í Kreml eru rasandi vegna ummæla Joe Biden Bandaríkjaforseta þess efnis að Vladimir Pútín sé „brjálaður tíkarsonur“. Svar Rússa við yfirlýsingum Biden er þess efnis að þau hefðu getað sagt: Spegill, eða: Nei, þú! Diplómatísk samskipti þjóðanna minna orðið mest á sandkassaleik. Pútín hefur lýst því að hann hafi ekki rætt við Biden síðan fyrir innrásina í Úkraínu en hann hefði hins vegar verið í ágætum samskiptum við fyrirrennara hans, Donald Trump.
Biden lét ummælin falla á fjáröflunarfundi í San Francisco í gær þar sem hann ræddi einkum um hættuna samfara loftslagsbreytingum. Það væri yfirstandandi ógn við mannkynið en svo væri kjarnorkuváin alltaf yfirvofandi. „Við höfum brjálaða tíkarsyni eins og þennan Pútín-gaur og aðra, svo við þurfum alltaf að hafa áhyggjur af kjarnorku átökum. En yfirstandnai ógnin við mannkynið er loftslagið,“ sagði Biden við lítinn hóp stuðningsmanna.
Rússneski stjórnvöld eru ekki alls kostar sátt og segja það skömm fyrir Bandaríkin að forseti þeirra noti orðfæri sem þetta. „Það er augljóst að herra Biden er að haga sér eins og einhver Hollywood kúreki til heimabrúks í innanlands pólitík,“ sagði Dmitry Peskov talsmaður Pútín.
Svona búralegar athugasemdir Bandaríkjaforseta væru ólíklegar til að skaða aðra þjóðarleiðtoga, og sérstaklega ekki Pútín, bætti Peskov við.