Biden kallar Pútín „brjálaðan tíkarson“ – Kremlin segir Biden í Hollywood kúrekaleik

Stjórnvöld í Kreml eru rasandi vegna ummæla Joe Biden Bandaríkjaforseta þess efnis að Vladimir Pútín sé „brjálaður tíkarsonur“. Svar Rússa við yfirlýsingum Biden er þess efnis að þau hefðu getað sagt: Spegill, eða: Nei, þú! Diplómatísk samskipti þjóðanna minna orðið mest á sandkassaleik. Pútín hefur lýst því að hann hafi ekki rætt við Biden síðan fyrir innrásina í Úkraínu en hann hefði hins vegar verið í ágætum samskiptum við fyrirrennara hans, Donald Trump. 

Biden lét ummælin falla á fjáröflunarfundi í San Francisco í gær þar sem hann ræddi einkum um hættuna samfara loftslagsbreytingum. Það væri yfirstandandi ógn við mannkynið en svo væri kjarnorkuváin alltaf yfirvofandi. „Við höfum brjálaða tíkarsyni eins og þennan Pútín-gaur og aðra, svo við þurfum alltaf að hafa áhyggjur af kjarnorku átökum. En yfirstandnai ógnin við mannkynið er loftslagið,“ sagði Biden við lítinn hóp stuðningsmanna. 

Rússneski stjórnvöld eru ekki alls kostar sátt og segja það skömm fyrir Bandaríkin að forseti þeirra noti orðfæri sem þetta. „Það er augljóst að herra Biden er að haga sér eins og einhver Hollywood kúreki til heimabrúks í innanlands pólitík,“ sagði Dmitry Peskov talsmaður Pútín. 

Svona búralegar athugasemdir Bandaríkjaforseta væru ólíklegar til að skaða aðra þjóðarleiðtoga, og sérstaklega ekki Pútín, bætti Peskov við. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí