Sigurvegari kosninganna í Portúgal útilokar að vinna með hægri popúlistum – Móðir allra stjórnarkreppa í augsýn

Leiðtogi Lýðræðisbandalagsins í Portúgal, Luis Montengro, hefur lýst því að bandalagið muni ekki vinna með hægri popúlistaflokknum Chega. Lýðræðisbandalagið hafði nauman sigur í þingkosningunum í Portúgal síðastliðinn sunnudag og hlaut tæplega 29 prósent atkvæða. Það gerði Sósíalistaflokkurinn einnig en dreifing þingsæta er með þeim hætti að Lýðræðisbandalagið hlaut 79 þingsæti en Sósíalistaflokkurinn 77 sæti. 

Lýðræðisbandalagið er bandalag Sósíaldemókrataflokksins (PSD)í Portúgal, sem Montenegro leiðir, og tveggja smærri íhaldsflokka, Flokki fólksins (CDS-PP) og Flokki stuðningsfólks krúnunnar (PPM). Sósíaldemókrataflokkurinn er frjálslyndur íhaldsflokkur sem telst staðsettur á hægra megin á miðju stjórnmálanna í landinu. 

Hægri popúlista flokkurinn Chega var þriðji stærstur í kosningunum og hlaut 18 prósent atkvæða, sem gefur honum 48 þingsæti. Flokkurinn er þjóðernissinnaður, íhaldssamur popúlistaflokkur sem staðsettur er milli hægri og öfgahægri á pólitíska skalanum. Meðal baráttumála hans er að taka upp lífstíðar fangelsisdóma og að vana skuli kynferðisbrotamenn. Þá er töluverður stuðningur innan flokksins fyrir því að taka upp dauðarefsingu á ný í Portúgal. Flokkurinn vill taka upp mun strangari landamæragæslu og hefta komu innflytjenda til landsins, hann er tortrygginn í garð íslam og er opinberlega andvígur rómafólki. 

Montenegro íterkaði fyrri loforð frá því í kosningabaráttunni, um að hann myndi ekki treysta á stuðning Chega við myndun ríkisstjórnar né myndi hann gera nokkra samninga við flokkinn. Hins vegar liggur ekki fyrir með hvaða hætti Montenegro sér fyrir sér að mynda ríkisstjórn án aðkomu Chega. 

230 þingmenn sitja á portúgalska þinginu og engir möguleikar eru á að mynda meirihlutastjórn án þess að tveir af þremur stærstu flokkunum komi að myndun hennar. Montenegro er því nauðugur einn kostur að vinna með Sósíalistaflokknum, ýmist með myndun breiðrar þjóðstjórnar yfir miðjuna eða með því að mynda minnihlutastjórn og treysta á stuðning Sósíalista. Ellegar að svíkja loforð sín og leita til hægri popúlistanna í Chega. 

Montenegro útilokaði að vinna með Chega vegna skoðana og yfirlýsinga André Ventura, leiðtoga flokksins, en Montenegro sagði þær einkannast af útlendingahatri, kynþáttahatri, popúlisma og óhóflegu lýðskrumi. Stjórnmálaskýrendur telja hins vegar að Montenegro verði nú fyrir töluverðum þrýstingi innan úr eigin flokki um að ná samkomulagi við hægri popúlistana til að mynda ríkisstjórn. 

Sósíalistaflokkurinn hafði verið við stjórnvölin í Portúgal frá árinu 2015, fyrir kosningarnar á sunnudaginn, og með hreinan meirihluta frá síðustu kosningum. Kosningarnar nú koma fyrr en ella hefði verið, þar eð síðast var gengið að kjörborðinu í Portúgal 2022. Ástæðan er sú að forsætisráðherra Portúgal, António Costa leiðtogi Sósíalistaflokksins, sagði af sér í nóvember eftir að rannsókn hófst á meintri spillingu og lögbrotum af hálfu stjórnar hans í tengslum við stórframkvæmdir í græna geiranum. Costa hefur ekki verið sakaður um að hafa brotið sjálfur af sér en sagði að hann ætti engra annarra kosta völ í ljósi rannsóknarinnar. Hann bauð sig ekki fram í kosningunum á sunnudaginn. 

Samkvæmt dagblaðinu Expresso hefur forseti Portúgal, Marcelo Rebelo de Sousa lýst því að hann muni gera allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir að Chega komist til valda. Það er óvenjulegt, þar að forsetaembættið í Portúgal hefur í sögulega samhengi verið hlutlaust þegar kemur að stjórnmálum í landinu. Ventura svaraði de Sousa í Eco fréttamiðlinum sagði að í Portúgal væri það ekki forsetinn sem veldi ríkisstjórn, það væru kjósendur. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí