Macron segir ISIS hafa gert fjölda tilrauna til árása í Frakklandi – Komið í veg fyrir hugsanleg hryðjuverk í Stokkhólmi

Frakkar hafa hækkað hættustig sitt vegna hryðjuverka upp á hæsta stig í kjölfar hryðjuverka Íslamska ríkisins í Moskvu síðastliðinn laugardag.  Óttast er að árásin í Moskvu gæti haft keðjuverkandi áhrif og vakið upp á ný ofbeldi íslamskra öfgamanna í Evrópu. Í þarsíðustu viku voru tveir menn handteknir, grunaðir um að skipuleggja hryðjuverkaárás í Stokkhólmi. 

Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði blaðamönnum í dag að sami hópur innan Íslamska ríkisins og lýsti ábyrgð á hryðjuverkunum í Moskvu, Islamic State Khorasan Province (ISIS-K), hefðu einnig gert nokkrar tilraunir til árása á franskri grundu. Hann sagði jafnframt að upplýsingar frönsku leyniþjónustunnar bentu eindregið til að yfirlýsingar Íslamska ríkisins um að þau bæru ábyrgð á ódæðunum væru réttar. Það ætti jafnframt við um þær upplýsingar sem bandalagsríki Frakklands hefðu yfir að búa. 

París, höfuðborg Frakklands, var þegar á háu hættustigi vegna hryðjuverka, í ljósi þess að sumar Ólympíuleikarnir fara þar fram í sumar. Hækkun hættustigsins nú mun enn auka á viðveru lögreglu og viðbúnað. 

Eins og Samstöðin greindi frá fyrr í dag þá leggja Bretar lítinn trúnað að allar tilraunir Rússa til að tengja hryðjuverkin við Úkraínu. Fleiri þjóðarleiðtogar hafa varað við tilraunum af því tagi, meðal annars þýski innanríkisráðherrann Nancy Faeser. Macron gerði slíkt hið sama og sagði að Rússar myndu einungis skapa tortryggni innanlands og gera sér erfiðara fyrir við að tryggja öryggi sitt og borgaranna með því að reyna að nýta sér harmleikinn í áróðursstríði gegn Úkraínu. 

Í Þýskalandi voru tveir menn handteknir 19. mars síðastliðinn vegna meintra áætlana ISIS-K um að fremja hryðjuverk með fjölda skotárás í Stokkhólmi. Mennirnir tveir, sem eru afganskir, munu hafa fengið skipanir frá ISIS-K um að gera árásina sem hefndarráðstöfun vegna kóran brenna í Danmörku og Svíþjóð, að því er saksóknarar halda fram. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí