Kjaraviðræður, laskaðir innviðir, biskupskjör og leikistarverkið Vaðlaheiðargöng eru á dagskrá á Rauða torginu á Samstöðinni í kvöld.
Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins skýrir stöðuna í kjarasamningum. Á hverju strandar og hvers vegna? Verða verkföll eða ekki?
„Sturluð“ staða í heilbrigðiskerfinu verður næst til umræðu. Þingflokksformaður Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksson, kemur í þáttinn og ræðir m.a. laskaða innviði.
Ninna Sif Svavarsdóttir, prestur í Hveragerði, vill verða biskup. Hún kemur í þáttinn og segir okkur hvers vegna.
Í lok þáttar víkjum við okkur að menningamálum. Leikhópurinn Verkfræðingarnir hafa sett saman sýningu um Vaðalheiðargöngin. Þeir Kolbeinn Arnbjörnsson og Hilmir Jensson segja okkur hvers vegna þessi göng eru svona merkileg. Sumir segja sögu ganganna fjarstæðukenndan farsa – en aðrir líta á göngin sem öryggismál og þjóðþrifaverkefni.