Frakklandsforseti gefur því undir fótinn að senda hermenn til Úkraínu

Emmanuel Macron Frakklandsforseti opnaði á þann möguleika að Evrópuþjóðir myndu senda herlið til Úkraínu til að berjast við hlið hers landsins gegn innrásarher Rússa. Nágranna þjóðin Pólland tekur hins vegar fyrir allar slíkar hugmyndir, sem og Tékkar einnig. Virðist Macron vera nokkuð einn í þessum hugmyndum sínum en framkvæmdastjóri NATO vísaði því á bug að nokkuð slíkt væri á teikniborðinu af hálfu bandalagsríkjanna. 

Macron lét þau orð falla í gær, á fundi með þjóðarleitogum tuttugu Evrópuríkja í París í gær þar sem rætt var um stuðning við Úkraínu, að ekki ætti að útloka neitt í þeim efnum. Hann sló hins vegar þann varnagla að ekkert samkomulag væri til staðar um slíkt að sinni. Þjóðarleiðtogarnir hétu því að auka á stuðning sinn og senda aukið magn hergagna til Kænugarðs. 

Zawya fréttastofan hefur hins vegar eftir Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, að þar á bæ hyggðust menn ekki senda herlið til Úkraínu. Starfsbróðir hans í Tékklandi, Petr Fiala, sagði eftir því sem Radio Prague International greinir frá að engar slíkar áætlanir væru uppi og að hann væri sannfærður um að stuðningur við Úkraínu ætti að fylgja þeim leiðum sem farnar hefðu verið hingað til. 

Slóvaski forsætisráðherrann, Robert Fico, hafði greint frá því áður en fundur þjóðarleiðtoganna hófst að fjöldi NATO- og ESB-ríkja íhugaði nú að senda hermenn til Úkraínu, með einhvers konar tvíhliða samningum. Varaði Fico mjög eindregið við því enda myndi slíkt stigmagna átökin. Fico hefur raunar sett sig mjög upp á móti hvers konar hernaðarlegum stuðningi við Úkraínu yfirleitt. 

AP fréttastofan hefur þá eftir Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, að bandalagsríkin hefðu engar áætlanir uppi um að senda hermenn á vígvöllinn, og vísaði þar með á bug yfirlýsingum Fico. Hið sama hefur Reuters fréttastofan eftir heimildarmanni í Hvíta húsinu, og einnig að Bandaríkin hefðu engan hug á að senda hersveitir yfir hafið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí