„Fylgi rasista er þegar á sínum stað“ – Minni stemming fyrir rasisma en Kristrún hélt

Karen Kjartansdóttir, fjölmiðlakona, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar þar til fremur nýlega, skýtur nokkuð föstum skotum að formanni flokksins, Kristrúnu Frostadóttur. Karen segir að ummæli Kristrúnar um útlendingamál hafi verið illa orðuð og ekki líkleg til þess að auka fylgi flokksins.

Karen vísar til þess að fylgi Samfylkingarinnar hafi raun staðið í stað frá því að Kristún gafi í skyn að hún gæti líka verið hörð í útlendingamálum. Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu mælist flokkurinn með 27,2 prósent fylgi. Það er tæpum tveimur prósentustigum meira en síðast. Það er innan skekkjumarka og því nákvæmast að segja að flokkurinn standi í stað.

„Ummælin hefðu vel mátt vera betur hugsuð en þrátt fyrir þau þá treystir fólk þvi að flokkurinn, sem og aðrir góðir á þingi, geti verið móteitur gegn fasisma sem sumir virðast vilja boða af engri ástæðu nema örvæntingu og getuleysi til að horfa í eigin barm. Það sést vel hve lítil stemning er fyrir útlendingaandúð í raun og veru að þeir flokkar sem helst ætla keyra á henni virðast ekki bæta við sig enda fylgi rasista þegar á sínum stað,“ segir Karen á Facebook.

Karen telur einnig að meira tal af þessu tagi frá Kristrúnu sé líklegst til að valda fylgistapi. „Það hugsar enginn með sér. Já, þessi kona er líka rasisti. Ég treysti henni þá betur en Bjarna, SDG eða Ingu Sæland til að lumbra á útlendingum, best að kjósa hana. Fylgið helst vegna þess að frjálslynt fólk hefur ekki lengur marga valkosti og treystir því að þetta sé raunverulegur kostur gegn fasisma og útlendingaandúð.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí