Hraun rennur yfir Grindavíkurveg og óvissa með tjón annarra innviða

Fjölmiðillinn Víkurfréttir á Suðurnesjum birtu rétt í þessu magnaða mynd af ástandinu vegna eldgossins. Hraun rennur nú yfir Grindavíkurveg og ógnar Norðurljósavegi í grennd við Bláa lónið og orkuverið við Svartsengi.

Fyrir skammri stundu breyttist flæði hrauns vegna eldgossins við Sundhnúksgígaröðina og er framvindan ekki í fullu samræmi við spár jarðvísindamanna sem töldu að innviðir yrðu ekki í hættu fyrr en síðar í dag.

Svartur reykur stígur upp af brennandi malbikinu. Vonast er eftir að varnargarðar skipti sköpum en óvissa ríkir um framvindu atburða sem Fannars Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, lýsir sem háalvarlegum.

Óvíst er hvort byggð í Grindavík mun stafa hætta af eldhrauninu.

Sjá umfjöllun Víkurfrétta hér:

Hraunið komið yfir Grindavíkurveg – Víkurfréttir (vf.is)

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí