Hrikaleg staða leigjenda þýði sérúrræði
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í sjónvarpsþætti Samstöðvarinnar, Rauða borðinu í gærkvöld, að hrikaleg staða væri upp hjá leigjendum. Brýnna væri en nokkru sinni að kalla eftir aðgerðum stjórnvalda til að koma þaki á leiguverð auk þess sem fleiri úrbætur þyrfti til. Sérstök úrræði þurfi fyrir leigjendur í næstu kjarasamningum.
Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, segir í þættinum að verðbólgan hafi undanfarið leikið leigjendur grátt. Stór hluti tekjulágra og öryrkja sé á leigumarkaði. Hækkun afborgana undanfarið hafi svipt stóran hluta leigjenda lífsgæðum. Leiga hafi hækkað umfram launatekjur.
Gunnar Smári Egilsson hefur umsjón með umræðunni. Rauða borðið er á dagskrá klukkan 20 hvern virkan dag frá mánudegi til fimmtudags á Samstöðinni.
Sjá hér: Er komið að leigjendum í kjaraviðræðum verkalýðsfélaganna? – Samstöðin (samstodin.is)
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward