Hvað er að hjá Rúv? Sami þáttur endurfluttur dag eftir dag

„Hvað er að hjá RÚV?“

Þannig spyr eldri borgari á Akureyri, Unnur Þorsteinsdóttir í færslu á facebook. Unnur segir að hún hafi sjaldnast tök á að fylgjast með Mannlega þættinum nema í endurflutningi á kvöldin. En nú beri svo við að þótt Mannlegi þátturinn sé auglýstur í dagskrá á kvöldin hafi þáttur með KK verið sendur út kvöld eftir kvöld á þeim tíma sem hinn þátturinn hafi verið auglýstur.

„KK er stórkostlegur en sami þáttur þrjá daga í röð er dálítið mikið. Og hvert er þá búið að flytja endurtekningu Mannlega þáttarins?“ Spyr Unnur.

Samstöðin greindi frá því í gær að Rúv áætlar aukningu á auglýsingatekjum um 17,4 prósent og sogar með því tekjumöguleika einkarekinna miðla til sín.

Sala auglýsinga verður 2024 samkvæmt áætlun á fjórða milljarð króna. Þá mun fast framlag frá ríkinu beint úr vösum neytenda hækka um 3,5 prósent í um sex milljarða.

Að hlustendur sitji uppi með sömu þættina endurflutta 2-3 daga í röð þegar stofnunin fær með forréttindastöðu sinni níu milljarða króna til að spila úr, bendir til að spurning Unnar eigi fullan rétt á sér.

„Hvað er að hjá RÚV?“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí