Icelandair auglýsir vildarkjör án þess að segja alla söguna

Icelandair auglýsir þessa dagana tilboð til ýmissa viðkomustaða úti í heimi á góðu verði.

Egill Helgason skrifar á facebook um að sem dæmi auglýsi félagið ferðir til Parísar á 29.975 báðar leiðir. Sem verður að kallast gott verð.

„En þegar betur er að gáð á þetta einungis við tvo daga í mars og apríl. Annars er verðið almennt tvöfalt hærra,“ segir Egill.

Þykir sumum sem um ódýrt bragð sé að ræða.

„Þeir teyma mann inn á vefinn sinn með þessu,“ segir Egill.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí