Ísraelar sagðir myrða og brjóta kynferðislega á palestínskum konum og stúlkum 

Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa lýst yfir verulegum áhyggjum sínum vegna frásagna um brot ísraelskra hermanna gegn palestínskum konum og stúlkum. Um er að ræða mjög alvarlegar ásakanir um allra handa mannréttindabrot á Gaza og í hernámssvæðinu á Vesturbakkanaum allt frá því að árásarstríð Ísraela á Gaza hófst 7. október. 

Sérfræðingar skrifstofu sérlegs sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi (OHCHR) lýstu því í yfirlýsingu á mánudag að þeim hefðu borist upplýsingar um að palestínskar konur og stúlkur hefðu handahófskennt verið teknar af líti á Gaza, oft ásamt börnum sínum. 

Í yfirlýsingunni sagði að sérfræðingar OHCHR væru miður sín yfir frásögnum um að palestínskar konur og börn hefðu verið vísvitandi gerð að skotmörkum á flótta og í leit að skjóli. Þau hefðu verið tekin af lífi án dóms og laga. „Sum þeirra héldu á hvítum klútum þegar þau voru myrt af ísraelska hernum eða tengdum hersveitum.“

Barsmíðar og kynferðislegt ofbeldi

Þá lýstu sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna áhyggjum sínum af handahófskenndum handtökum Ísraela á palestínskum konum og stúlkum. Meðal þeirra væru mannréttindafrömuðir, blaðakonur og hjálparstarfsmenn bæði á Gaza og á Vesturbakkanum. Fjöldi þeirra hafi grimmilegri meðferð, þeim neitað um tíðavörur, mat og lyf. Þá hefðu konur og stúlkur mátt þola harkalegar barsmíðar af hendi kvalara sinna, segja sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna. Í í það minnsta einu tilviki var palestínskum konum, sem teknar voru höndum á Gaza, haldið föngnum í búri utandyra, í rigningu og kulda og án þess að fá vott né þurrt. 

Þá segja sérfræðingarnir að þeim sé sérstaklega brugðið yfir frásögnum um að palestínskar konur og stúlkur hafi verið beittar margs konar kynferðislegu ofbeldi í haldi Ísraela. Þær hafi verið afklæddar, leitað á þeim nöktum af karlkyns hermönnum, þeim hefði verið hótað nauðgunum og kynferðislegu ofbeldi. Myndefni hefði verið tekið af konuum í niðurlægjandi aðstæðum og því dreift á netinu. Þá hefði verið greint frá því að minnsta kosti tveimur palestínskum konum hefði verið nauðgað í haldi Ísraela. 

Konur, stúlkur og börn hverfa

Samkvæmt yfirlýsingu OHCHR er hópur palestínskra kvenna, stúlkna og barna horfinn og ekki vitað hvað af þeim hefur orðið eftir afskipti ísraelska hersins af þeim. Óljóst er hversu stór sá hópur er. Þá hafa borist frásagnir af því að börn hafi verið aðskilin frá foreldrum sínum og ekki sé vitað hvar þau séu. Að minnsta kosti ein frásögn er af því að kornabarn, stúlka, hafi verið tekin af ísraelska hernum og flutt yfir til Ísraels. 

Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna kalla eftir því að óháð og skilvirk rannsókn fari fram varðandi umræddar frásagnir og ásakanir, og það gerist strax. Þá verði Ísrael að sýna samstarfsvilja við rannsóknina. Þegar horft sé á ásakanirnar séu líkur á að Ísraelar hafi framið alvarleg mannréttindabrot og stríðsglæpi. Draga verði þá sem sekir eru til ábyrgðar. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí