Árásir á byggingar Sameinuðu þjóðanna á Gaza í langflestum tilvikum á ábyrgð Ísraelshers

Á fyrstu fimm mánuðum árásarstríðs Ísraela á Palestínumenn á Gaza skrásettu Sameinuðu þjóðirnar 349 „óhöpp“, þar á meðal árásir úr lofti, á landi og af sjó, á byggingar þar sem fána Sameinuðu þjóðanna var flaggað. Að minnsta kosti 408 manns hafa látist í þeim árásum. 

Hið minnsta 15 börn eru meðal þeirra sem hafa látist og sjö starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, að því er Palestínu Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) greindi frá á þriðjudag. Þá hafa að minnsta kosti 1.406 manns særst í þessum skráðu árásum á byggingar Sameinuðu þjóðanna á Gaza. Þar af eru 111 börn og 43 starfsmenn UNRWA. 

UNRWA segja að stofnunin hafi látið bæði ísrealska hernum og yfirvöldum á Gaza í té hnit allra bygginga sinna á svæðinu og hafi ítrekað hnykkt á staðsetningu bækistöðva Sameinuðu þjóðanna við stríðandi aðila frá því að átökin hófust 7. október. 

Í yfirlýsingu UNRWA segir að þó að enn sé verið að sannreyna staðreyndir tengdar mörgum þessara „óhappa“ þá bendi allar upplýsingar sem þegar séu tiltækar til þess að í yfirgnæfandi meirihluta tilfella hafi manntjónið og skemmdirnar orsakast af árásum og aðgerðum ísraelska hersins. Aðeins í örfáum tilfellum megi beri vopnaðar sveitir Palestínumanna þar ábyrgð. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí