Brynjar Níelsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, fer hörðum orðum um fréttastofu Ríkisútvarpsins í nýrri færslu á facebook.
Brynjar rifjar upp að afnám einkaréttar ríkisins á ljósvakamiðlum hafi valdið svefnlausum nóttum hjá miklum fjölda fólks á sínum tíma.
„En það dugir skammt að afnema einkarétt ríkisins en búa síðan þannig um hnútana að einkarekstur getur ekki þrifist,“ segir Brynjar.
Hann vísar til þess að tekjur Rúv eru áætlaðar allt að níu milljarðar árið 2024 á sama tíma, hátt í 7 milljarðar koma beint frá almeningi. Á sama lepja einkareknir fjölmiðlar sem ekki njóta pólitísks baklands svo sem Morgunblaðið, dauðann úr skel.
„Með sama áframhaldi mun púkinn á fjósbitanum fitna og fitna og haga sér alltaf eins og fíll í postulínsbúð,“ segir varaþingmaðurinn.
Forgjöf Rúv og einnig á auglýsingamarkaði þar sem auglýsingar hjá Ríkisútvarpinu renna þá ekki til einkarekinna fjölmiðla á meðal, er Brynjari mikill þyrmir í augum. Ekki síst vegna þess að nú þurfi að forgangsraða í útgjöldum ríkisins á erfiðum timum.
„Fremst í röðunni er ekki 7 milljarðar á ári hverju til pólitískra aktivista upp í Efstaleiti, sem haga sér eins og þeim sýnist,“ segir Brynjar og á við dagskrárgerðarfólk og fréttafólk Rúv.
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leggur í grein í Mogganum til í dag að rekstri Rúv verði kollvarpað frá fyrra skipulagi og styður Brynjar það.