„Við erum með opnara gjallarhorn fyrir listamenn en við vorum“

„Varðandi þetta að miðla menningunni og tala við listamenn, og láta fólk vita hvað listamenn eru að gera, þá held ég að við séum með opnara gjallarhorn fyrir listamenn en við vorum.“

Þetta sagði Guðni Tómasson, menningarritstjóri RÚV, í viðtali við Rauða borðið sem sýnt verður í kvöld. Undanfarið hefur gagnrýni á RÚV aukist til muna og þykir mörgum stofnunin vera að bregðast hlutverki sínu. Guðni segir að sú gagnrýni sé ómakleg, í það minnsta hvað umfjöllun um menningu varðar.

„Ég held að við fylgjumst betur með og hópurinn sem kemst að hjá okkur sé fjölbreyttari,“ sagði Guðni.

Viðtalið við Guðna má sjá og hlusta á í heild sinni við Rauða borðið í kvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí