Ekki beint rekinn úr flokknum en segir lítin mun á Miðflokki og Flokki fólksins

„Ekki beint úr flokknum en mér var skipt út fyrir annan leiðtoga í norðaustrinu. Án þess að ég fengi nokkra skýringu á því. Það var bara gert sísona.“

Svo svaraði Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og þingmaður, þeirri spuriningu um hvort hann hefði verið rekinn úr Flokki fólksins við Rauða borðið í gær. Líkt og hefur áður verið greint frá þá er Jakob nú í framboði fyrir Miðflokkinn.

Var þér boðið annað sæti á list?

„Nei, hvorki mér né Tómasi. Hafði fylgi flokksins þó þrefaldast á mínum árum í kjördæminu. Ég var nýkominn úr mikilli sigurför um kjördæmið, það var troðfullt og stemming. Þannig að þetta var það síðasta sem maður átti von á. En sem betur fer þá var mér bara boðið sæti annars staðar, á svipuðu rófi getur maður sagt. Flokkur fólksins er á vissan hátt á miðjunni en ég var ekki búinn að lesa stefnuskrá Miðflokksins þegar þetta kom upp, en þar eru ansi svipaðar áherslur varðandi eldri borgara og örykja,“ sagði Jakob Frímann.

Umræðuna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí