Kalt í húsum, enginn skóli og annað gos líklegt eftir örfáar vikur

Daglegt líf íbúa á Suðurnesjum hefur ekki enn fallið í hefðbundnar skorður. Kalt var í húsum í nótt eftir að hraun flæddi yfir heitavatnslögn í gær. Enginn skóli verður í Suðurnesjabæ vegna kulda, segir á vef Víkurfrétta.

Heldur dregur enn úr gosvirkni sem virðist að mestu bundin við einn gíg nú.

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í aukafréttatíma Samstöðvarinnar við Rauða borðið í gærkvöld að ef kvika byrjaði aftur að safnast saman eftir lok þessa goss myndu mögulega aðeins líða 3-4 vikur að næsta gosi.

Fram kom hjá Höllu Hrund Logadóttur orkusmálastjóra að vonir stæðu til að heitt vatn kæmist aftur á í kvöld. Hún segir brýnt að fjölga litlum gufuaflsvirkjunum fyrir heimilin vegna þess ástands sem skapast hefur.

Grindvíkingar sem rætt var við í þættinum gagnrýndu Almannavarnir. Þeir sögðu að ekki hefði verið það samráð við íbúa bæjarins sem eðlilegt mætti teljast.

Sjá þáttinn hér:

Mynd: Víkurfréttir.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí