Móður Navalny hótað að lík hans yrði látið rotna á staðnum

Móður Alexei Navalny, rússneska andófsmannsins sem lést í fangelsi fyrir átta dögum, var gert að samþykkja að útför hans færi fram í kyrrþey. Ellegar yrði Navalny grafinn í fangelsinu. Var móður Navalny gert að samþykkja að útförin færi fram innan þriggja klukkustunda og án nokkurrar opinberrrar kveðjuathafnar. 

Talsmaður Navalny heitins greindi frá þessu í gær. Eiginkona Navalny og helstu stuðningsmenn eru í útlegð og það stóð því upp á móður hans, Lyudmilu Navalnaya, að krefjast þess að fá lík sonar síns afhent til að útför gæti farið fram. Það gekk hins vegar afar brösulega enda er talið að leiðtogarnir í Kreml hafi óttast að mikil fjöldi fólks myndi mæta við útförina. 

Navalnaya lýsti því að henni hefði einnig verið hótað því að ef hún samþykkti ekki að útförin færi fram í kyrrþey yrði lík hennar einfaldlega látið rotna á staðnum. Það var ekki fyrr en á miðvikudag sem hún fékk loks að sjá lík sonar síns. Hún undirritaði þá dánarvottorð hans. Í því kom fram að hann hefði látist af náttúrulegum orsökum. 

Talskona Navalny segir að móðir hans hafi neitað samningaviðræðum og krafist þess að fá lík sonar síns afhent í dag. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí