Móður Alexei Navalny, rússneska andófsmannsins sem lést í fangelsi fyrir átta dögum, var gert að samþykkja að útför hans færi fram í kyrrþey. Ellegar yrði Navalny grafinn í fangelsinu. Var móður Navalny gert að samþykkja að útförin færi fram innan þriggja klukkustunda og án nokkurrar opinberrrar kveðjuathafnar.
Talsmaður Navalny heitins greindi frá þessu í gær. Eiginkona Navalny og helstu stuðningsmenn eru í útlegð og það stóð því upp á móður hans, Lyudmilu Navalnaya, að krefjast þess að fá lík sonar síns afhent til að útför gæti farið fram. Það gekk hins vegar afar brösulega enda er talið að leiðtogarnir í Kreml hafi óttast að mikil fjöldi fólks myndi mæta við útförina.
Navalnaya lýsti því að henni hefði einnig verið hótað því að ef hún samþykkti ekki að útförin færi fram í kyrrþey yrði lík hennar einfaldlega látið rotna á staðnum. Það var ekki fyrr en á miðvikudag sem hún fékk loks að sjá lík sonar síns. Hún undirritaði þá dánarvottorð hans. Í því kom fram að hann hefði látist af náttúrulegum orsökum.
Talskona Navalny segir að móðir hans hafi neitað samningaviðræðum og krafist þess að fá lík sonar síns afhent í dag.