ÖBÍ orðið aðili að Festu

Réttindabarátta 27. feb 2024

ÖBÍ réttindasamtök eru orðin aðili að Festu, miðstöð um sjálfbærni. Tilgangur Festu er, samkvæmt samþykktum miðstöðvarinnar, að auka þekkingu á ábyrgð skipulagsheilda til að stuðla að sjálfbærni í starfsemi sinni og hjálpa þeim við að tileinka sér starfshætti sem stuðla að sjálfbærni.

Starf Festu er þrískipt. Í fyrsta lagi miðlar Festa upplýsingum og fræðslu um sjálfbærni. Í öðru lagi skipuleggur Festa fundi, námskeið, ráðstefnur, aðra viðburði og samtöl um sjálfbærni þvert á geira, svið og sérgreinar. Í þriðja lagi stendur Festa fyrir samtali, samstarfi og viðræðum við yfirvöld og aðra aðila um að starfsumhverfi fyrirtækja og hverskyns skipulagsheilda sé hvetjandi fyrir ábyrgan rekstur.

Sjá nánar á sjalfbaer.is

Með aðild að Festu fær ÖBÍ meðal annars:
• Aðild að samstarfsneti fyrirtækja, sveitafélaga og stofnana sem vinna að samfélagsábyrgð á Íslandi.

• Tengslafundi þar sem fyrirtæki deila þekkingu og ræða um bestu leiðir til að innleiða sjálfbærni í daglegri starfsemi.

• Vinnustofur og námskeið þar sem leiðbeint er við innleiðingu á alþjóðlega viðurkenndum aðferðum sjálfbærni.

• Umfjöllun um þau verkefni sem við vinnum að á sviði sjálfbærni á vefmiðlum á vegum Festu.

Fréttin birtist fyrst á vef ÖBÍ.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí