Heiðar þarf að biðja Maríu afsökunnar: „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, segir að það sé morgunljóst að mál Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttakonu sé ekki einungis „starfsmannamál“ líkt og Heiðar Örn Sigurfinnsson hélt fram í sérstakri yfirlýsingu vegna málsins. María Sigrún var rekin úr Kveik á dögunum og stendur ekki til að sýna innslag hennar sem var langt komið. Það fjallaði um spillingu í Reykjavíkurborg. Mörgum hefur þótt fréttastofan sýna af sér stæka kvenfyrirlitningu með þeirri útskýringu að María Sigrún væri góður fréttaþulur en ekki rannsóknarblaðamaður. Ofan á það þá eru áhorfendur, eins og Ögmundur, ekki sammála þeim dómi.

„Varðandi lokasetninguna í yfirlýsingu fréttastjórans um að hann muni ekki tjá sig frekar um þetta “starfsmannamál” þá er það að segja að því fer fjarri að þetta sé fyrst og fremst starfsmannamál. Þvert á móti þarf að fá úr því skorið hvort hér sé á ferðinni tilraun til ritskoðunar og þöggunar. Þetta þarf að fá upplýst. Hitt er morgunljóst að um er að ræða grófa ærumeiðingu um góða og faglega fréttakonu; að láta það fylgja með sem klapp á kollinn þegar hún er rekin á dyr, að hún lesi fréttirnar vel og eigi ekki að ætla sér meira en hún hafi burði til,“ segir Ögmundur í pistli sem má lesa í heild sinni hér.

Hann segir enn fremur að fréttastofan þurfi einfaldlega að biðja Maríu Sigrúnu afsökunar. „Ef samhengið væri annað væri það að sjálfsögðu hrós að vera sagður góður þulur því starf fréttaþular er krefjandi um margt; hvað varðar persónuleika, áheyrilegan og þægilegan talanda og síðast en ekki síst skilning á máli. Allt þetta hefur María Sigrún vissulega til að bera og er hrósvert. Það breytir því hins vegar ekki að hún hefur auk þess það til að bera að vera góður fréttamaður! Ég hef ekki hugmynd um það fremur en flestir aðrir frá hvaða sjónarhorni átti að nálgast besnsínlóðamálið. Hinu hefði ég fagnað að  umfjöllun yrði hafin í Ríkisútvarpinu og þögnin þar með rofin um augljóst spillingarmál. Fréttastofunni ber að biðja Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar og reyndar einnig okkur sem eigum þessa fréttastofu og höfum þá menn í vinnu sem ekkert segjast vilja við okkur tala.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí