Ein ákvörðun verði Katrínu líklega að falli

„Í flestum forsetakosningum á Íslandi hafa tekist á annars vegar fulltrúar valdsins, stjórnmálaelítunnar, svo þau sem hafa staðið fyrir utan valdataumana og pólitíska sviðsljósið. Þetta er staða sem gjarnan hefur komið upp, kannski síst þegar Guðni var kjörinn.“

Þetta skrifar Björn Birgisson, samfélagsrýnir úr Grindavík, en hann bendir réttilega á að forsetakosningar Íslands hafa nær ávallt snúist um hvort fulltrúi valdhafa sigri fulltrúa fólksins. Það hafi nær aldrei tekist. Björn rifjar upp söguna til að undirstrika þetta:

„Alþingi kaus Svein Björnsson í forsetaembættið 1944 og svo varð hann sjálfkjörinn 1945 og aftur 1949.

1952:

Ásgeir Ásgeirsson gegn Bjarna Jónssyni.

1968:

Kristján Eldjárn gegn Gunnari Thoroddsen.

1980:

Vigdís Finnbogadóttir gegn Guðlaugi Þorvaldssyni.

1996:

Ólafur Ragnar Grímsson gegn Pétri Kr. Hafstein.

2016:

Guðni Th. Jóhannesson gegn Höllu Tómasdóttur.“

En hver er fulltrúi valdhafa í kosningunum nú? Því segir Björn auðsvarað. „Nú er þetta Katrín gegn öllum hinum. Hún er fulltrúi valdhafanna. Forsætisráðherra og formaður stjórnmálaflokks í ríkisstjórn þar til fyrir skömmu. Og hvað gerist? Athyglin beinist mest að þeim sem minnsta pólitíska söguna hefur að baki! Halla Hrund er komin í sviðsljósið og því er kastljósinu beint að henni núna. Sigrar hún þá? Tel helmingslíkur á því. En hún er aðeins búin að “sigra” í einni lítilli könnun! Enginn má vanmeta mátt stjórnmálanna,“ segir Björn.

Hann bendir einnig á að Katrín hefði líklega unnið forsetakosningarnar með yfirburðum ef það hefði ekki verið fyrir eina ákvörðun: að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. „Sterk öfl innan allra flokka munu vinna að sigri Katrínar, það má auðveldlega lesa út úr þeim könnunum sem gerðar hafa verið, út úr mældri fylgni  við stuðning við flokk og svo frambjóðanda. Dugar það? Það er hæpið. Ef Katrín hefði ekki álpast til að leiða vegverð núverandi ríkisstjórnar væri hún líklega sigurstranglegri en allir hinir frambjóðendurnir. En hún stóð frammi fyrir vali haustið 2017 og gerði upp hug sinn. Nú glímir hún við þá ákvörðun og niðurstöðu. Hún er frekar líkleg til að verða henni að falli.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí