Telja líklegt að sægreifarnir beiti sér fyrir Katrínu

Sá sem skrifar Orðið á götunni, nafnlausan skoðanapistil sem birtist reglulega í DV, telur að allir þrír stjórnarflokkarnir munu nú ræsa út sínar kosningavélar til að tryggja það að Katrín Jakobsdóttir nái kjöri sem forseti. Skoðanakönnun sem sýnir að Halla Hrund Logadóttir mælist nú með mest fylgi hafi vakið hrylling í baklandi flokkanna. Þetta sé þó ekki endilega líklegt til að hjálpa Katrínu. Í DV segir:

„Talið er að framboð Katrínar hafi gert mikil mistök með því að hleypa samstarfsfólki Bjarna Benediktssonar inn á gafl hjá sér. Það á ekki síst við um Friðjón Friðjónsson sem er einn af nánustu handlöngurum Bjarna. Fleiri eru nefndir til sögunnar sem munu einungis skemma fyrir.“

En Katrín er sögð eiga enn fleiri bandamenn sem gætu veitt henni aðstoð. Helstu sægreifa Íslands. „Framsóknarflokkurinn ræður einnig yfir öflugri kosningavél sem verður nýtt. Þá er hefð fyrir því að þessir tveir flokkar, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn, hafa jafnan verið í sérflokki þeirra sem hafa geta sótt styrki til atvinnulífsins, einkum sjávarútvegs og landbúnaðar. Kosningabarátta er dýr. Munu sægreifarnir, sem notið hafa sérréttinda hinnar óvinsælu ríkisstjórnar Katrínar og Bjarna, nú láta til sín taka? Það er mun líklegra en hitt,“ segir í DV.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí