Palestínska ríkisstjórnin segir af sér 

Palstínski forsætisráðherrann, Mohammad Shtayyeh, hefur fyrir sína hönd og ríkisstjórnar sinnar sagt af sér. Stjórnin stýrir hluta af herteknu svæðunum á Vesturbakkanum. Ástæðan er að sögn Shtayyeh ofbeldisaldan sem hefur riðið yfir Vesturbakkann og Austur-Jerúsalem og stríðið á Gaza-ströndinni. 

Afsögnin ríkisstjórnar Shtayyeh kom í dag og afhenti hann forseta Palestínu, Mahmud Abbas, hana. Sagði Shtayyeh að þörf væri á nýrri ríkisstjórn og nýjum pólitískum áherslum í ljósi þess raunveruleika sem blasir við á Gaza-ströndinni. Þörf væri á samstöðu meðal Palestínumanna og að yfirráð palestínskra stjórnvalda þyrftu að ná yfir allt palstínskt landsvæði. 

Bandaríkin hafa að undaförnu beitt Abbas forseta töluverðum þrýstingi í þá átt að gera breytingar innan stjórnkerfis palestínska ríkisins, og hefja vinnu að nýju pólitísku kerfi sem geti stýrt palestínska ríkinu þegar stríðinu loks linnir. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí