Palestínumenn flýja sjúkrahús í Khan Younis undir skothríð leyniskytta

Flóttafólk úr röðum Palestínumanna hefur nú enn á ný lagt á flótta, nú frá Nasser sjúkrahúsinu í Khan Younis borg á Gaza. Fólkið flýr sjúkrahúsið undir skothræí leyniskytta. Ísraelsher hefur haldið sjúkrahúsinu í herkví svo vikum skiptir en í morgun fyrirskipaði herinn að rýma skyldi sjúkrahúsið. Sjúklingum og hjúkrunarliði var þó ekki gert að yfirgefa spítalann. 

Á myndefni sem hjúkrunarlið hefur deilt má sjá fjölda Palestínumanna halda frá sjúkrahúsinu með muni sína í pinklum, leidda áfram af lækni í grænum læknaslopp. Sumir báru hvít flögg.

Ísraelski herinn hefur haldið því fram að opnuð hafi verið örugg flóttaleið svo óbreyttir borgarar geti yfirgefið sjúkrahúsið. Fólk hefur hins vegar engan stað til að flýja á, á Gaza-ströndinni allri geysar martraðarkennt árásarstríð Ísraela. 

Leyniskyttur Ísraelshers hafa skotið fjölmarga Palestínumenn í og við sjúkrahúsið síðustu daga. Herinn heldur því fram að Hamasliðar hafist við innan veggja sjúkrahússins og að gæslum væri haldið þar föngnum. Óháðir aðilar hafa ekki getað staðfest þær fullyrðingar Ísraela. Óttast er að herinn muni ráðast á sjúkrahúsið sem er yfirfullt, um átta þúsund manns hafast þar við. 

Sjónarvottar hafa lýst því að ísraelskir hermenn láti kúlum rigna með reglulegum hætti á þeim svæðum sem þeir hafa sagt að séu örugg. 

Samræmingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA, greinir frá því að harðir bardagar nærri Nasser og Al Amal sjúkrahúsunum í Khan Younis á Gaza-ströndinni ógni lífi og heilsu heilbrigðisstarfsfólks, særðra og sjúkra, sem og fólks á flótta sem leitað hefur skjóls í og við sjúkrahúsin.Samkvæmt OCHA er alvarlegur skortur á eldsneyti og sjúkragögnum á sjúkrahúsunum. Sem sakir standa er aðeins ein skurðstofa á Al Amal sjúkrahúsinu nothæf. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí