Rannsakendur uppgötva ástæður heilaþoku hjá langtíma Covid sjúklingum

Einkenni á borð við gleymsku, einbeitingarleysi og skort á athygli sem hrjá þá sem þjást af langtíma Covid einkennum eru tilkomin af völdum „leka“ í æðum í heilanum, að því er segir í nýrri rannsókn. 

Þeir sem þjást af langtíma Covid eftir að hafa veikst af völdum veirunnar finna fyrir ýmsum viðvarandi einkennum á borð þreytu, grunnum andardrætti, gleymsku og einbeitingarskorti og sársauka í liðum og vöðvum. 

Heilaþoka, tilfinning sem margir lýsa þess eðlis að heilinn sé týndur í völundarhúsi, er þá algengt umkvörtunarefni. Læknar hafa hins vegar ekki getað fundið skýringu á orsök þessa fyrr en nú.

Vísindamenn við Trinity háskólann í Dublin og rannsakendur hjá FutureNeuro hafa uppgötvað að æðar í heila sjúklinga með langtíma Covid og heilaþoku eru með einhverjum hætti óstöðugar. Rannsakendurnir gátu með hlutlegum hætti, með því að rannsaka þessar „leku“ æðar, greint á milli þeirra sjúklinga með heilþoku og vitræna hnignun og þeirra sem hafa langtíma Covid en enga heilaþoku. Með rannsókninni er í fyrsta sinn sýnt fram á að lekar æðar í mannsheilanum, samverkandi með ofvirku ónæmiskerfi, gætu verið lykilorsakir heilaþoku í tengslum við langtíma Covid, er haft eftir Matthew Campbell, prófessor í erfðafræði við Trinity háskólann og aðalrannsakanda hjá FutureNeuro.

Með uppgötvuninni aukast líkurnar á því að hægt sé að þróa markvissa meðferð fyrir sjúklinga í framtíðinni, segir Campell einnig. Þá staðfesta niðurstöðurnar einnig að taugafræðileg einkenni langtíma Covid eru til staðar, og mælanleg með raunverulegum efnaskipta- og æðabreytingum í heilanum. 

Rannsóknarteymið vinnur nú eftir þeirri tilgátu að aðrar veirusýkingar sem hafi í för með sér langtímaeinkenni geti einnig haft sömu áhrif á æðar í heila. Reynist það rétt gæti um byltingu í þekkingu verið að ræða og er rannsókn þegar í gangi þar á. 

Rannsóknin var birt í Nature Neuroscience.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí