Sjálfstæðisflokkurinn nær prósenti af Miðflokki eftir skil í útlendingamálum

Ný könnun Maskínu á fylgi stjórnmálaflokka mælir að Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig einu prósentustigi á kostnað Miðflokks og fengi nú 18 prósent ef gengið yrði til kosninga.

Mikil umræða hefur orðið um harðari tón meðal sjálfstæðismanna gagnvart hælisleitendum og flóttafólki.

Athygli vekur ennig að þótt innan úr Samfylkingunni hafi borið á gagnrýni eftir ummæli Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar um flóttafólk, að óbreytt ástand gangi ekki, verður ekki séð að hennar ummæli rýri fylgi flokksins heldur þvert á móti. Enn eykst fylgi Samfylkingarinnar um 1,5 prósent og mælist flokkurinn nú með 27,2 prósenta fylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn er með 18 prósenta fylgi en mældist með 17 prósent í janúar.

Miðflokkurinn er með 11 prósent og tapar prósenti líkt og fyrr segir.

VG er með um sex prósent eins og undanfarinn ársfjórðung.

Sósíalistar ná ekki manni á þing miðað við könnunina en eru ekki fjarri því. Nokkrir flokkar dala um eitt til tvö prósent, þar á meðal Viðreisn og Framsóknarflokkurinn.

Píratar eru á svipuðum slóðum og áður og lítil hreyfing á Flokki fólksins þótt formaðurinn, Inga Sland, hafi mjög haft sig í frammi í umræðu um útlendinga hér á landi.

Innan við þriðji hver landmaður styður ríkisstjórnina samkvæmt könnuninni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí