Gera hefur þurft aðgerðir á sjúklingum á Gaza-ströndinni án svæfinga og læknar hafa þurft að gera að aðgerðir á sárum sem drep er komið í án þess að hafa til þess lyf sem hjálpa. Lyf til verkjastillingar er engin að finna víðast hvar og engar bjargir til að koma sárkvöldu fólki til hjálpar. Alvarlega veiku og særðu fólki hefur þurft að vísa frá þeim heilbrigðisstofnunum sem eru að einhverju leyti starfhæfar.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) lýsir ásandinu á Gaza sem sem “ólýsanlegu”. Á Svæðinu eru 23 sjúkrahús. Af þeim eru tíu algjörlega óstarfhæf, tólf eru starfhæf að einhverju leyti og eitt að mjög litlu leyti. Eitt þeirra sjúkrahúsa sem eru óstarfhæf er Nasser sjúkrahúsið í Khan Younis en þar réðust ísraelskar hersveitir inn síðastliðinn fimmtudag með stórskotahríð og skriðdrekum, og síðan hermönnum. Áður hafði staðið umsátur um sjúkrahúsið svo vikum skipti. Ísraelski herinn fullyrti að Hamas-liðar héldu til í sjúkrahúsinu og héldu þar gíslum, en engir gíslar fundust í árás hersins.
Fulltrúum WHO hefur verið neitað um að komast inn á svæðið til að leggja mat á ástandið, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess. Samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar eru enn um 200 sjúklingar á Nasser sjúkrahúsinu og að minnsta kosti tveir tugir eru í bráðaþörf á að vera fluttir á önnur sjúkrahús þar sem hægt er að hlúa að þeim. Með því að koma í veg fyrir að það geti gerst eru Ísraelar að brjóta alþjóðalög. Samkvæmt yfirlýsingum heilbrigðisráðuneytisins á Gaza eru aðeins fjórir heilbrigðisstarfsmenn eftir á sjúkrahúsinu þar sem þeir reyna sitt besta til að sinna sjúklingunum. Ekkert rafmagn eða vatn er að hafa á sjúkrahúsinu og matur uppurinn.