Skammarlegt að ríkisstjórn Katrínar hafi ekki boðið Assange landvist

„Sit í fornum réttarsal í Royal Court of Justice  við Strand í London þar sem fyrri dagur er að hefjast í málflutningi sem kann að marka ögurstund fyrir Julian Assange. Tekin er fyrir beiðni hans um að fá að áfrýja úrskurði um framsal til Bandaríkjanna. Þar bíður hans dauði í einangrunarklefa. Sakirnar eru að stunda blaðamennsku.“

Þetta skrifar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, á Facebook fyrr í dag. Kristinn segist ekki búast við öðru en að niðurstaðan verði sú að Assange verði framseldur til Bandaríkjana. Þar bíður hans ekkert annað en dauði. „Margmenni er fyrir utan dómhúsið. Þar er fólkið sem skilur að framtíð blaðamennsku í heiminum kann að vera í húfi. Ég er ekki bjartsýnn. Hef séð of marga bresti í bresku réttarkerfi,“ segir Kristinn.

Margir senda honum baráttukveðjur og þar á meðal er fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson. Hann bætir þó einnig við að það sé skammarlegt að ríkisstjórnin hér heima hafi ekki beitt sér fyrir því að bjarga lífi Julian Assange. „Frisk mod. Það er skammarlegt að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi ekki tekið skýra og skilmerkilega afstöðu til stuðnings Assange. Það átti að bjóða honum landvist af einhverju tagi fyrir löngu,“ segir Illugi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí