Spá þrefalt meiri fluglosun eftir aldarfjórðung

Flugumferð mun aukast meir og meir. Jafnvel þótt umhverfisvænir orkugjafar knýi hreyfla framtíðarinnar í nokkrum mæli mun fluggeirinn árið 2050 losa þrisvar sinum meira af gróðurhúsalofttegundum en í dag.

Þetta kemur fram í úttekt hjá Neytendasamtökunum sem vitna til vísindalegrar spár um þessi mál.

Vísindamenn segja síðustu forvöð að ná markmiðum um að hnattræn hlýnun verði ekki meiri 1,5 gráður sbr. Parísarsamkomulagið. Flugumferð er mikill skaðvaldur enda mjög losunarfrek. Þó sjást iðulega auglýsingar um græn flug, sumar eru helber lygi að sögn Neytendasamtakanna. Kallað hefur verið eftir athugun á grænvotti flugélaga.

Samtökin vara við að landsmenn gleypi hráar staðhæfingar um sjálfbærni í flugrekstri. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir heimildir samtakanna vegna ofangreindrar spár vera góðar.

Samkvæmt nýrri rannsókn Evrópusambandsins á viðhorfi og þekkingu neytenda telja 77% aðspurðra að þeim beri persónulega að grípa til aðgerða til að vinna gegn loftslagsbreytingum.

Rannsókn sem Framkvæmdaráð Evrópusambandsins lét gera árið 2020 sýndi að 53% allra grænna fullyrðinga voru óljósar og villandi. Sjá nánar úttekt Neytendasamtakanna hér:

Grænt flug – hvít lygi | NS.is

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí