Trú á úkraínskan sigur fer þverrandi 

Evrópubúar hafa misst trúnna á að Úkraína geti haft betur gegn Rússlandi í stríðinu. Níu af hverjum tíu svöruðu því til í nýrri rannsókn að þeir teldu að ósigur Úkraínumanna væri vís. 

Rannsóknin var gerð af hugveitunni ECFR sem rannsakar og fjallar um utanríkistengsl. Í henni kom fram að fæstir þátttakendur vildu að Rússar hefðu sigur en á sama tíma sæu þeir litlar líkur á úkraínskum sigri. 

Rannsóknin náði til yfir 17 þúsund manns í tólf Evrópusambandsríkjum. Aðein 10 prósent þátttakenda töldu að úkraínskur sigur væri líklegast niðurstaðan á meðan að 20 prósent töldu líklegast að Rússar færu með sigur af hólmi. Hins vegar töldu 37 prósent þátttakenda að líklegasta niðurstaðan yrði að stríðsátökunum linnti með einhvers konar samkomulagi. 

Í ríkjum sem þar sem stuðningur við Úkraínu hefur verið hvað mestur er fólk líka að missa móðinn. Aðeins 17 prósent Pólverja trúa á úkraínskan sigur á meðan 14 prósent hallast að sigri Rússa. 

Þá er vaxanda vilji til þess að stjórnvöld Evrópusambandsríkja þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að samþykkja friðarsamninga við Rússa. Alls telja 41 prósent það vænlega leið á meðan að 31 prósent vilja að Evrópuríkin standi við bakið á Úkraínu í baráttu við að endurheimta allt það landsvæði sem fallið hefur í hendur Rússa. 

Þrátt fyrir þennan dvínandi stuðning færir hugveitan rök fyrir því að leiðtogar Evrópusambandsins eigi að halda áfram stuðningi við Úkraínu. Ákvarðanataka eigi ekki að taka mið af skoðanakönnunum. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí