Árásin í Mogganum til marks um átök innan Sjálfstæðisflokksins

Samfélagið 14. mar 2024

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að það sem hún kallar upphlaup sjálfstæðismanna beri vitni um átök innan Sjálfstæðisflokksins.

Á þriðja tug oddvita sjálfstæðismanna í sveitarfélögum víða  um land gagnrýndu Heiðu og sökuðu hana um að hafa ekki haldið sem skyldi utan um gjaldfríar skólamáltíðir. Þetta kom fram í grein í Morgunblaðinu í dag.

Heiða segir eðlilegt samráð hafa verið um ákvörðunina og vísar gagnrýni um einræði og óeðlilegt inngrip sem bitni á verr stæðum sveitarfélögum á bug.

Heiða telur að sjálfstæðismenn ættu fremur að beina spjótum sínum að eigin ríkisstjórn í stað þess að hengja bakara fyrir smið. Hún segist stolt af afkomu sveitarfélaganna að málinu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí