Bæði Halla og Baldur með vandræðalega tengingu við Icesave

„Það yrði alvarlegt áfall fyrir orðspor Íslands […] Ég held að þetta hafi veruleg áhrif á traust á íslensk stjórnmála, efnahagslíf og fyrirtæki. Menn eru ekki vanir því í hinum vestræna heimi að ríkisstjórnir hlaupist undnan ábyrgð og samningum bara þegar hentar þeim. Menn geta verið andvígir samningum, neitað að skrifa undir þá og fara eftir þeim. En að gerðir séu samningar við ríkisstjórnir sem síðan geta ekki framfylgt þeim er dálítið öðruvísi.“

Þetta var spá Baldurs Þórhallssonar, þá stjórnmálaprófessors og varaþingmanns Samfylkingarinnar, nú forsetaframbjóðanda, í aðdraganda seinnu þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana árið 2011. Í viðtali við Fréttablaðið varaði hann þjóðina við því að segja nei við þeim samningum, sem þjóðin þó gerði stuttu síðar. Almennt má segja að í dag séu fáir sem telja að það hafi verið óheillaspor fyrir þjóðina. Það má því vel segja að nokkuð hörð andstaða Baldurs á sínum tíma gegn því að þjóðin myndi hafna Icesave-samningum sé í dag nokkuð vandræðaleg.

Hann er þó ekki eini núverandi forsetaframbjóðandinn sem er með nokkuð vandræðalega tenginu við Icesave. Það á einnig við um Höllu Tómasdóttur. Hún var í dómnefnd Markaðsins, þáverandi fylgiriti Fréttablaðsins, þegar Icesave-reikningar Landsbankans voru valdir bestu viðskipti Íslendinga árið 2007. Það er gömul saga og ný að það sem er valið sem bestu viðskipti ársins í viðskiptablöðum hvers tíma, reynast oft hin verstu viðskipti fyrir þjóðina alla.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí