Hannes Hólmsteinn segir Höllu Sjálfstæðiskonu: „Frá sama flokki og ég“

Þrátt fyrir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, fyrrverandi prófessor og Sjálfstæðismaður, hafi verið meðal þeirra fyrstu úr sínum flokki til að lýsa yfir stuðningi við forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, þá virðist hann glaður una niðurstöðu kosninganna. Hann rifjar upp að hann hafi setið með nýjum forseta, Höllu Tómasdóttur, í bankaráði Seðlabankans þar sem hún var varamaður. Bæði voru þau tilnefnd í ráðið af sama flokknum, Sjálfstæðisflokknum.

„Ég held, að sú skýring á fylgi Höllu, að hún sé ekki-Katrín, sé ekki nema að litlu leyti rétt. Hún fékk 27,9% atkvæða 2016 og 34,1% atkvæða núna. Munurinn er ekki nema 6,2%. Þar er hópurinn, sem vildi ekki Katrínu, en líklega eru margir fleiri þar, til dæmis konur, sem líta á hana sem fyrirmynd, sjálfstæðismenn, sem sáu engan annan kost o. sv. frv. (Halla sat með mér í bankaráði Seðlabankans sem varamaður, frá sama flokki og ég.) En það er samt kaldhæðnislegt, ef vinstri menn hafa kosið Höllu, sem er augljóslega mið-hægrimaður, til að geta hafnað Katrínu, sem er svo sannarlega vinstri maður og leyndi því hvergi í kosningabarátunni,“ skrifar Hannes á Facebook.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí