Sigraði því hún talaði til ungra í stað þess að þjást yfir sálarangist miðaldra laxveiðimanna


Engin skortur hefur verið á útskýringum síðustu daga á því hvers vegna Halla Tómasdóttir endaði á því að vera kjörin forseti Íslands. Flestir hafa líklega til dæmis heyrt kenningar um að hún hafi fyrst og fremst grætt á því að fólk hafi „kosið taktískt“. Ragnar Þór Pétursson, kennari og fyrrverandi formaður Kennarasambands, er þó með allt aðra tilgátu. Hann telur að Halla hafi sigrað kosningarnar því hún höfðaði meira til yngri kynslóða en allir aðrir frambjóðendur.

„Sigur Höllu T. er að hluta til  merki um kynslóðaskipti í valdakerfi landsins. Hún er eini frambjóðandinn sem hafði aldurspíramída sem mjókkaði upp í kjarnafylgi sínu. Kosningaframboði hennar var skipulega beint að ungu fólki á samfélagsmiðlum (sem kaldhæðnislegt er að hún lýsti sig eiginlega fjandsamlega gagnvart í upphafi baráttunnar). Síðan dugði fylgið sem vildi ekki Katrínu til að landa sigri,“ segir Ragnar á Facebook.

Hann segir að í raun snúist þetta ekki um aldur Höllu, heldur þau gildi sem hún lagði áherslu á í kosningabaráttunni. „Samt er Halla ekki  ung (hún er jafnaldri Guðna)  – og silkislæðan er líklega mest síð-miðaldra einkennistákn sem hugsast getur). Hugmyndir hennar eru heldur ekki að neinu marki sérstaklega unglegar. En hún talaði oft af virðingu um ungt fólk í baráttunni og gerði líðan ungs fólks að umtalsefni. Meðan önnur framboð voru meira að þjást yfir sálarangist miðaldra laxveiðimanna,“ segir Ragnar.

Hann segir að unga fólkið hafi talsvert minni áhuga á helstu deilumálum þeirra gömlu. „Þær fylkingar sem tókust á í miðaldra, póstmódernískum hjaðnaðarvígum um gaslýsingar, kvenfyrirlitningu og skautun – eru á útleið; og ný kynslóð er að taka við. Hún er miklu fjær okkur en við höldum – og fæstar spurningar í kappræðum og umræðuþáttum snertu hennar áhugasvið.  Unga kynslóðin er að pæla í alfa og sigma, geggjaðri efnishyggju og afneitun hennar – og nennir okkur voða takmarkað,“ segir Ragnar.

Hann telur að sjálfhverfa eldri kynslóða valdi því margir átti sig ekki á þessu. Höllu hafi þó tekist að brúa þetta bil á milli kynslóða. „Bæði málheimur og tilvist okkar sem erum 40+ er að skreppa saman. Aðallega vegna þess hve sjálfhverf við höfum verið og óviljug til að samþykkja og viðurkenna yngra fólk sem fullgilda þátttakendur í okkar tilveru.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí