„Enginn gerir neitt merkilegt einn – við gerðum þetta saman!“

Margir hægrimenn hafa viljað eigna sér Höllu Tómasdóttur eftir að hún var kjörin forseti. Það hefur verið fullyrt að hún sé fyrsti hægrimaðurinn á Bessastöðum í 80 ár. Það verður þó að segjast að það má ekki greina sérstaklega mikla hægristefnu í skilaboðum sem hún sendi stuðningsfólki sínu, og þjóðinni, á Facebook í gærkvöldi. Raunar minna skilaboðin helst á slagorð Bernie Sanders, sem sagði eftirminnilega „ekki ég, heldur við“.

Halla skrifar á hinn boginn: „Kæru vinir og stuðningsfólk. Orð munu seint ná utan um það þakklæti sem býr mér í brjósti fyrir stuðninginn og traustið sem þið hafið sýnt mér. En hér eru myndir sem sýna að enginn gerir neitt merkilegt einn – við gerðum þetta saman! Ég stend á öxlum ykkar og vonast til að lána ykkur mínar og þjóna þannig þegar ég tek við þann 1. ágúst næstkomandi.“

Hún heldur svo áfram en tekur fram að hún ætli að láta minna fyrir sér fara næstu vikunnar. „Hjartans þakkir fyrir allar heillaóskirnar og hlýju kveðjurnar – allt yljar þetta hjartarótunum og við lesum hverja og eina þó við önnum ekki að svara eins vel og við gjarnan vildum. Ég ætla að láta minna fara fyrir mér í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum næstu vikurnar og einbeita mér að því að koma fyrra starfi í góðan farveg og vonandi hvílast svo ég geti mætt af fullum krafti til starfa,“ segir Halla og bætir við að lokum:

„Við fjölskyldan þökkum einlæglega fyrir hugrekkið, gleðina og bjartsýnina, hún skiptir okkur sköpum. Höldum ótrauð áfram með klút um háls og kjark í hjarta.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí