Baldur eigi meiri séns á Bessastöðum en Halla og Ólafur Jóhann
Skipulagður fundur fór fram í gærkvöld þar sem stuðningshópur um framboð Baldurs Þórhallssonar prófessors í stjórnmálafræði hittist. Baldur er að íhuga að bjóða sig fram til forseta.
Samkvæmt Heimildinni var gerð könnun sem fjölmiðilinn segir sýna að Baldur njóti meira fylgis en Halla Tómasdóttir og Ólafur jóhann Ólafsson. Ólafur segist leggja við hlustir og Halla hefur hvorki sagt af né á um hvort hún býður sig aftur fram til embættisins.
Eiginmaður Baldurs er Felix Bergsson útvarpsmaður. Ef Baldur næði kjöri verður hann fyrsti samkynhneigði Íslendingurinn á forsetastóli í lýðveldissögunni.
Sjá frétt Heimildarinnar hér:
Baldur mælist betur en Halla og Ólafur Jóhann – kjósendur Miðflokks neikvæðastir – Heimildin
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward