„Kominn tími til að þessir karlar átti sig á því, að þeir geta ekki stýrt fréttastofunni, eins og þeir eigi hana sjálfir“

„Fréttastofunni ber að biðja Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar og reyndar einnig okkur sem eigum þessa fréttastofu og höfum þá menn í vinnu sem ekkert segjast vilja við okkur tala.“

Með þessum orðum lauk Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, pistli sínum í gær en þar færði hann rök fyrir því að mál Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttakonu væri meira en „starfsmannamál“ líkt og Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri hefur haldið fram. María Sigrún var rekin úr Kveik á dögunum og stendur ekki til að sýna innslag hennar sem var langt komið. Það fjallaði um spillingu í Reykjavíkurborg.

Orð sem Ingólfur Bjarni Sigfússon, ritstjóri Kveiks, lét falla um að María Sigrún væri góður fréttaþulur en ekki rannsóknarblaðamaður hefur mörg þótt fyrst og fremst endurspegla kvenfyrirlitningu. Þar á meðal er Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, en hún tekur undir með Ögmundi á Facebook og segir Maríu Sigrúnu eiga skilið afsökunarbeiðni frá fréttastofunni. Hún skrifar:

„Rétt hjá Ögmundi. María Sigrún verðskuldar skýlausa afsökunarbeiðni. Kominn tími til að þessir karlar – allt eru þetta karlar – átti sig á því, að þeir geta ekki stýrt fréttastofunni, eins og þeir eigi hana sjálfir. Þessi ófaglegu vinnubrögð eru til skammar.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí