Tyrkir styðja Mark Rutte í framkvæmdastjórastól NATO

Tyrkir hafa lýst yfir stuðningi við Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra Hollands, í stöðu framkvæmdastjóra NATO. Tyrklandsforseti, Recep Tayyip Erdogan, tilkynnti Rutte þetta í símtali, að því er forsetaskrifstofan hefur greint frá. 

Erdogan mun hafa lagt áherslu á að NATO vænti þess af nýjum framkvæmdastjóra að hann setji baráttu gegn hryðjuverkum í forgang, sem og að hann hafi stefnumál og stöðu aðildarríkja utan Evrópusambandsins einnig á dagskrá. 

Jens Stoltenberg mun láta af embætti framkvæmdastjóra NATO í október og er staða Rutters sem arftaka hans hvað vænlegust. Bandaríkin, Bretland, Þýskaland og Frakkland eru öll fylgjandi því að hann taki við stöðunni, auk meirihluta aðildarríkja bandalagsins. 

Það mun hins vegar ekki duga til ef Rutte tekst ekki að sannfæra ríkin öll, því einróma samþykki þarf fyrir nýjum framkvæmdastjóra. Eftir að Svíar hlutu aðild eru ríkin 32 og þurfa þau öll að sættast á Rutte, eða annan kandidat. 

Talið var fyrirfram að hvað mestra efasemdra gætti hjá Tyrkjum og Ungverjum. Ungverjar hafa raunar lýst því að þeir muni ekki samþykkja Rutte en greinendur eru á því að það geti mögulega breyst, ekki síst í ljósi þess að Tyrkir hafi nú lýst yfir stuðningi sínum. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí