Börnin orðin of þjófótt í Kórahverfi – Verslunarstjóri biðlar til foreldra

Samfélagið 14. mar 2024

Verslunarstjóri Krónunnar í Vallakór í Kópavogi biðlar til foreldra í hverfinu að tala við börn sín og reyna að stöðva glæpabylgju sem hefur geisað í versluninni síðustu daga. Verslunarstjórinn segir í skilaboðum til allra foreldra í Kórahverfinu að þjófnaður hafi stóraukist undanfarið í verslun sinni. Það sé orðið nær daglegt brauð að börn, allt frá 11 ára til 16 ára, séu gómuð við þjófnað.

„Kæru nágrannar, við í Krónunni Vallakór höfum upplifað að tíðni á þjófnaði hjá krökkum hefur snaraukist, en ófáir krakkar hafa verið teknir fyrir þjófnað núna á sl. 2 mánuðum og oftast nær er þetta á skólatíma. Þetta á vissulega við þá skóla í hverfinu. Þetta eru börn frá 11 ára – 16 ára að stela og ég er viss um að enginn vilji vita til þess að krakkinn sinn sem hefur nýorðið 15 ára byrji unglingsárin sín á sakaskrá og eða þurfi að mæta um miðjan dag til okkar og horfa upp á krakkann sinn í haldi lögreglu hjá okkur. Núna á síðastliðnum tíu dögum hafa sex krakkar verið stoppaðir og foreldrar og lögregla þurft að mæta á staðinn í öll skipti,“ skrifar verslunarstjórinn innan Facebook-hóps íbúa í Kórahverfi.

Hann segir börnin jafnvel farin að beita starfsfólk ofbeldi. „Núna síðastliðinn föstudag var starfsmaður hjá okkur sem stöðvaði ungan dreng, sennilega ekki eldri en 13-14 ára, en það endaði með því að drengurinn kýldi starfsmanninn þéttingsfast í andlitið og spretti í burtu. Þetta er eitthvað sem við líðum ekki en starfsmanninum varð virkilega brugðið! En við biðlum til ykkar að reyna vinna með okkur í þessum málum og ræðið við krakka ykkar og útskýrið hversu alvarlegt þetta allt er.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí