Nú fer að styttast í forsetakosningar og en hefur enginn boðið sig fram sem segja má að njóti almennrar hylli meðal tilvonandi kjósenda. Því stöndum við enn frammi fyrir þeirri stöðu að menn þurfa að skora á ákveðna menn eða konur í að bjóða sig fram til forseta.
Það gerir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens á Facebook en hann vill fá Ólaf Jóhann Ólafsson í embættið. Hann skrifar á Facebook: „Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og maður margra kosta, ég yrði afskaplega sáttur ef hann væri tilbúinn að bjóða sig fram til forseta Íslands.“ Spurður hvers vegna hann vilji fá hann sem forseta svarar Bubbi: „Hann hefur allt sem príða má forseta.“
Ekki verður betur séð en að margir taki þessari tillögu Bubba vel og séu sammála honum. Þó Ólafur Jóhann sé líklega þekktastur fyrir ritstörf þá hefur hann komið víða við. Að mati sumra þá er hann faðir Playstation leikjatölvunnar víðfrægu sem nú má finna á mörgum heimilum. Það má rekja til þess að eftir hann lauk prófi sem eðlisfræðingur æarup 1985 þá hóf hann störf hjá japanaska fyrirtækinu Sony. Þar starfaði hann til ársins 1996, síðast sem aðstoðarforstjóri fyrirtækisins. Árið 1999 hóf hann svo störf hjá Time Warner Digital Media og var aðstoðarforstjóri Time Warner til ársins 2018.