Vísast þakka ferðamálayfirvöld hér á landi sir David Attenborough fyrir mynd sem sjónvarpsmaðurinn aldni hefur deilt á facebook af manneskju sem kafar í Silfru á Þingvöllum.
Með myndinni segir fræðimaðurinn að hermt sé að Ísland sé eini staður jarðar þar sem snerta megi Ameríku- og Evrópuflekana með báðum höndum.
Því til staðfestingar deilir goðsögnin þessari mynd sem fylgir fréttinni.
Hvort von er á að umfjöllun um náttúrufyrirbærið í þáttum eða öðru efni frá meistaranum eða hvort Attenborough er sjálfur staddur á landinu við tökur fylgir ekki sögunni.
En fögur og mögnuð er myndin og fær gríðargóðar viðtökur, þar sem fegurð Íslands er rómuð.
Vatnið í gjánni er margsíað með jarðlögum og á sér í upptök í Langjökli eftir því sem fram kemur. Þetta er eitt tærasta vatn sem finna má í heimi.
Uppfært kl. 09:55: Síðan sem vitnað til er „followers“ síða.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.