Hæddust að óperusöngvaranum þegar hann hætti að díselstilla

Samfélagið 7. mar 2024

Kristján Jóhannsson, Akureyringur og óperusöngvari, ræðir í sjónvarpsþættinum Maður lifandi  á Samstöðinni hve margir fyrir norðan hafi á sínum tíma reynt að letja hann til að flytja burt þegar hann fór að læra söng með það í huga að gerast söngvari úti í hinum stóra heimi.

Kristján seldi allar eigur sínar, sagði bless og færði sig úr hlutverki díselstillingamannsins á Akureyri yfir í hvarfgjarna veröld listarinnar. Á örlagastundu féllu tækifærin hans megin eins og glæstur ferill er til vitnis um.

Margir gerðu grín að Kristjáni fyrir norðan þegar hann velti fyrir sér hvort hann ætti að taka stóra stökkið. Fram kemur í þættinum að níu af hverjum tíu jafnöldum Kristjáns sem kusu að mennta sig að loknu landsprófi á Akureyri völdu iðnnám. Akureyri var á þessum tíma mikill iðnaðarbær og framleiddi flest milli himins og jarðar, höfuðstaður Norðurlands var sjálfbær um margt.

Mikið sjálfstraust þurfti til að rífa sig upp. Óperusöngvarinn seldi allt sem hann átti og var á síðustu lírunni úti þegar bresk kona uppgötvaði hann á tónleikum. Þá fór boltinn að rúlla. Kristján söng lengi á Scala og þótti í hópi mestu tenórsöngvara heims um árabil.

Ýmsar menningarlegar áskoranir fylgdu hamskiptunum. Söngvarinn segir að á Ítalíu hafi hann þurft að læra að drekka eins og maður – ekki eins og Íslendingur!

Þátturinn Maður lifandi sem sýndur verður klukkan 16 í dag á Samstöðinni fjallar einnig um útlendingaandúð og fordóma. Sanna borgarfulltrúi mætir í myndver og ræðir við fegðana Starkað og Björn sem hafa umsjón með dagskrárgerðinni. Þættinum er ætlað að hjálpa ungu fólki að skilja eigið samfélag.

Þjóðmálaþátturinn Rauða borðið verður svo á sínum stað klukkan 20 í kvöld á Samstöðinni. Kennir margra forvitnilegra grasa í þættinum í umsjá Gunnars Smára Egilssonar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí